Tix.is

Um viðburðinn

Seint og sveitt í kjallaranum!
Um leið og sýningu á Stóra sviðinu lýkur, upp úr kl. 22 á föstudagskvöldum, spretta næturlífsnautnaseggirnir fram í Leikhúskjallaranum. Burlesque, kabarett, sirkus, drag og „alls konar fullorðins“ fyrir fólk sem hlær hátt! Fram koma rjóminn og rósablöðin af íslenskum og erlendum kabarettskemmtikröftum. Þú getur komið aftur og aftur - engar sýningar eru eins, yfir fjörutíu mismunandi listamenn yfir veturinn. Sýningarnar brúa bilið á milli dinners og djamms á fullkominn hátt. Tilvalið fyrir vinahópinn, matarklúbbinn, gæsapartýið og makaskiptin. Vinsamlega athugið að sýningin er stranglega bönnuð börnum og hentar ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans. Snertið ekki skemmtikraftana nema að fengnu leyfi.