Ein skemmtilegasta ópera tónlistarsögunnar
Nemorino trúir ekki því sem hann les í bókum. Hann trúir hinsvegar því sem honum er sagt að standi í bókum. Hann kann nefnilega ekki að lesa. Adina er vön að fá athygli frá karlmönnum. Hvað gerir hún þegar einhver hættir að sýna henni athygli? Belcore vantar konu. Belcore vantar alltaf konu. Það væri fullkomin fjöður í hattinn fyrir svona flottan offisér. Dulcamara er búinn að flytja sömu söluræðuna mörghundruð sinnum. Hann veit alveg að „töfralyfin“ hans virka ekki. En hvað ef þau gera það?
Sviðslistahópurinn Óður
Sviðslistahópurinn Óður neitar að geyma óperur í glerkössum. Þau vilja miklu frekar taka þær upp, hrista af þeim rykið og leika sér að þeim, pota í óskrifaðar reglur og skemmta sér og öðrum. Þau trúa á nálægð við áhorfendur og einlæga túlkun á tungumáli sem áhorfendur skilja.
Leikarar og hlutverk
Þórhallur Auður Helgason (Nemorino), Sólveig Sigurðardóttir (Adina), Ragnar Pétur Jóhannsson (Dulcamara), Áslákur Ingvarsson (Belcore), Sævar Helgi Jóhannsson (píanóleikari)
Leikstjóri: Tómas Helgi Baldursson
Þýðing: Guðmundur Sigurðsson og Sólveig Sigurðardótt