© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
14. júní
Sala hefst
12. desember 2025, 12:00
(eftir 1 dag)




Stórstjarnan Angel Blue á Listahátíð í Reykjavík
Bandaríska sópransöngkonan Angel Blue, ein áhrifamesta óperusöngkona samtímans og tvöfaldur Grammy-verðlaunahafi, kemur fram á tónleikum á lokadegi Listahátíðar 2026, þann 14. júní ásamt píanóleikaranum Bryan Wagorn.
Á síðustu árum hefur Angel vakið heimsathygli og sungið í mörgum helstu óperuhúsum heims, þar á meðal Metropolitan-óperunni, Royal Opera House í London, Opéra National de Paris og Arena di Verona. Hún hefur einnig komið fram í yfir fjörutíu löndum á einleikstónleikum og sem einsöngvari með virtum sinfóníuhljómsveitum.
Angel er þekkt fyrir mikla breidd í túlkun sinni og þykir hafa einstakan silkimjúkan hljóm. Á Listahátíð munu Angel og Bryan flytja fjölbreytta efnisskrá þar sem allir unnendur tónlistar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Flutt verða verk eftir Fauré, Debussy og Strauss, lög úr söngleikjum Gershwin og afrísk-ameríska sálma á borð við Ride on King Jesus og Deep River.
Um er að ræða einstakt tækifæri til þess að njóta óviðjafnanlegra hæfileika söngkonu sem hrífur áhorfendur jafnt með söng sínum sem og hlýrri nærveru.
Tónleikarnir eru um 90 mínútur, með hléi.

