Undir mistilteini - Jólatónleikar Hinsegin kórsins

Hjallakirkja

3. - 4. desember

Miðaverð frá

5.400 kr.

Hinsegin kórinn býður þér að koma inn úr hretviðrinu, sindrandi jólasnjónum eða grámyglulegri riginingunni og hitta sig undir mistilteini. Þar munum við grípa mandarínuskál, ylja okkur við eld í ullarkjól, dansa jólatangó, hlæja og gleðjast, stinga á samfélagskýli eða tvö, hugga snöktandi snjókarl eða hvað annað sem litróf jólanna býður upp á. 

Hinsegin kórinn vill færa þér jólin með sínum einstaka hætti á tvennum jólatónleikum í Hjallakirkju dagana 3. og 4. desember kl 20:00. Í þetta sinn verður með kórnum þriggja manna hljómsveit sem gerir þetta að viðburði sem þú vilt ekki missa af! 

Við hlökkum til að taka á móti ykkur! 

Kórstjóri Hinsegin kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir

Hljómsveitina skipa Vignir Þór Stefánsson á píanó, Birgir Steinn Theódórsson á bassa og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger