Rising Stars | Maat saxófónkvartettinn - Blackbird

Harpa

9. maí

Miðaverð frá

5.000 kr.

Portúgalski Maat saxófónkvartettinn kemur fram á upphafstónleikum Rising Stars hátíðarinnar í Hörpu og flytur litríka og fjölbreytta efnisskrá undir heitinu Blackbird sem hverfist í kringum stef á borð við jafnrétti og frelsi. Hér hljóma baráttusöngvar úr smiðjum Ninu Simone, Paul McCartney og George Gershwin og tónlist eftir konur sem ruddu brautina í karllægum heimi. 

Kvartettinn flytur efnisskrána utanbókar, tónlistin fléttast saman í eina heild með hugleiðingum eða innskotum úr smiðju Hildegard von Bingen, fluttar á víxl af meðlimum kvartettsins og sönglögum sem Cataraina Gomes flytur. Maat saxófónkvartettinn skipa þau Daniel Ferreira á sópransaxófón, Catarina Gomes, sem spilar á altsaxófón og syngur, Pedro Silva á tenórsaxófón og Mafalda Oliveira á barítónsaxófón. 

Efnisskrá

Hildegard von Bingen (1098 - 1179)

O Virtus Sapiente (úts. e. Daniel Ferreira)

Lili Boulanger (1893 - 1918)

Nocturne & Cortege (úts. e. Daniel Ferreira)

Henriette Bosmans (1895 - 1952)

Strengjakvartett (úts. e. Adrian Tully)

George Gershwin (1898 - 1937)

Rhapsody in Blue (úts. e. Johan van der Linden)

Paul McCartney (1942)

Blackbird (úts. e. Camiel Jensen

George Gershwin / Nina Simone (1933 - 2003)

Porgy, I is your woman now (úts. e. Camiel Jensen)

Aleksandra Vrebalov (1970)

Four Faces, Four Wings 

Samið fyrir Maat saxófónkvartettinn

--

Rising Stars er verkefni á vegum ECHO, Samtaka evrópskra tónleikahúsa. Í samtökunum, sem voru stofnuð árið 1991, eru nú 23 tónleikahús í 14 Evrópulöndum.  Aðildarhús ECHO styðja hvert annað með því að deila reynslu og þekkingu og koma af stað metnaðarfullum, alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Lögð er rík áhersla á tengsl við listafólk, áhorfendur og samfélagið sem og frumsköpun og stuðning við ungt listafólk.

-

RISING STARS TÓNLISTARHÁTÍÐIN Í HÖRPU

9. - 10. maí 2026 í Norðurljósum

Laugardagur, 9. maí kl. 17

Maat saxófónkvartettinn: Blackbird

Laugardagur, 9. maí kl. 20

Giorgi Gigashvili, píanó

Sunnudagur, 10. maí kl. 17

Valérie Fritz, selló: Learn to unlearn

Sunnudagur, 10. maí kl. 20

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Kunal Lahiry, píanó: Lady Lazarus

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger