© 2025 Tix Miðasala
Arion Banki – Þingvellir, Borgartún 19
•
9. september
Miðaverð frá
3.900 kr.
Dagskrá:
Hvernig verður ásýnd að virði? Hvað skilur áhrifarík mörkun eftir sig – fyrir vörumerki, viðskiptavini og samfélagið?
Á haustfundi ÍMARK í september verður kastljósinu beint að mörkun – frá skapandi hugmyndavinnu til stefnumiðaðrar ímyndaruppbyggingar.
Dagskráin spannar þrjú ólík sjónarhorn: verðlaunuð mörkun sem hefur sannað gildi sitt, nýlega endurmörkun sem er að mótast í huga almennings, og alþjóðlegan innblástur um hvernig ásýnd getur skapað raunverulegt virði.
Staðsetning: Arion banki, Borgartúni 19.
Timi: 15:00-16:30
Opnun: Formaður ÍMARK - Katrín M. Guðjónsdóttir
HEIMAR / BRANDENBURG
Sigurverkefni í flokki Mörkunar á Lúðrinum 2025
Jón Ari Helgason, Sköpunarstjóri hjá Brandenburg kynnir ferlið og lærdóminn sem skilaði þeim Lúðrinum.
SÝN – ENDURMÖRKUN
Endurmörkun SÝN – ferlið, áskoranir og staða.
Kynnt af Guðmundi H. Björnssyni, framkvæmdastjóra upplifunar viðskiptavina hjá SÝN.
PERSONAL TAKE ON IDENTITY
João Linneu er brasilískur Creative & Art Director með yfir 20 ára reynslu frá alþjóðlegum auglýsingastofum á borð við Saatchi & Saatchi, BBDO og JWT. Hann hefur unnið að mörkun fyrir stórmerki á borð við Nike, Leica, Volkswagen, Unilever og P&G, og hlotið verðlaun á borð við Cannes Lions, Clio, One Show og fleiri. João starfar núna á Hvíta húsinu.
Aðgangur og skráning:
3.900 kr. fyrir aðildarfélaga ÍMARK
8.900 kr. fyrir aðra