Djasstríó Ingibjargar, Hróðmars og Sólrúnu á Haustgildi

Stokkseyrarkirkja

6. september

Miðaverð frá

3.100 kr.

Hróðmar Sigurðsson og Ingibjörg Turchi koma fram á Haustgildi og flytja þar eigið efni með hjálp trommuleikarans Sólrúnar Mjallar Kjartansdóttur sem hefur gert garðinn frægann í hinum ýmsu hljómsveitum (Flott, Una Torfa og fl.) síðustu ár. Hróðmar og Ingibjörg hafa nýverið gefið út plötuna ,,+1” þar sem þau leika saman nýja músík úr þeirra smiðju. Hróðmar og Ingibjörg hafa gefið út plötur í sitthvoru lagi og má þar helst nefna plötuna ,,Meliae” frá Ingibjörgu sem hlaut fjölda tilnefninga á Íslensku Tónlistarverðlaunum og var kosin besta jazzplata ársins árið 2020. Hróðmar gaf út plötuna ,,Hróðmar Sigurðsson” árið 2021 og hlaut mikið lof fyrir einnig. Á þessum tónleikum munu þau Hróðmar, Ingibjörg og Sólrún flétta saman við nýútgefið efni, eldri tónsmíðar af þeirra fyrri plötum.

Hróðmar Sigurðsson, rafgítar/pedal steel

Ingibjörg Elsa Turchi, rafbassi

Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, trommur

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger