Sigrún - Monster Milk - Útgáfutónleikar

IÐNÓ

28. maí

Miðaverð frá

5.900 kr.

Sigrún heldur útgáfutónleika fyrir plötuna Monster Milk, sem kom út í október 2024. 

Sérstakur gestur á tónleikunum er Diana Burkot, fjöllistakona, aktívisti og meðlimur í Pussy Riot. Þetta verða fyrstu útgáfutónleikar Sigrúnar þó að margar plötur liggi að baki, en Monster Milk er fyrsta plata Sigrúnar í fullri

lengd og því ber að fagna. Í tónlist Sigrúnar blandast saman tilraunakennd raftónlist og popptónlist. Hún hefur vakið athygli fyrir að vera óhrædd að gera tilraunir með hina ýmsu stíla og stefnur og blanda þeim saman af kostgæfni. Á plötunni Monster Milk er nýjabrum skoðað úr ýmsum áttum, en þessar þreifingar eru nátengdar því að verða móðir í fyrsta skiptið, að takast á við nýja hluti, stíga inn í óvissu og nýjar upplifanir. Þess ber að geta að platan hlaut Kraumsverðlaunin og mikið lof gagnrýnenda. Á tónleikunum verða lög plötunnar sett í lifandi útgáfu og hljóðheimurinn útvíkkaður með lifandi myndlistarflutningi.

Sigrún er hljóðfæraleikari, pródúser og söngvari. Hún hefur unnið með fjölda ólíkra tónlistarmanna og hljómsveita í gegnum tíðina á borð við Sigur Rós, Björk, Florence and the Machine, á tónleikaferðum þeirra um heiminn. Eftir að hafa verið gestur í svo mörgum verkefnum þráði hún að setja meira púður í eigin verkefni. Eftir tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands steig Sigrún sín fyrstu skref sem sólólistamaður árið 2016 og hefur síðan þá gefið út 5 smáskífur. Það eru plöturnar Hringsjá, Tog, Smitari, Onælan og Arfur.

Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger