© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
18. maí
Miðaverð frá
2.000 kr.
Í sjö ár hefur move verið að vinna að einhverju sem við vitum ekki hvað er. en allir finnum við að við viljum og okkur langar að vinna að sameiginlegu markmiði. hvert það markmið er, er snúið að festa hendur á en eitt veit ég. okkur langar að dvelja frálsari inni í heimi þessara lag og líka í nýjum heimum sem skapast í frjálsum spuna. og kannski að sameina þessa þætti, að öll lög eigi sér nýjan heim á hverjum degi og að hver sá hin frjálsi spuni eigi sér nýtt lag á degi hverjum.
sjö árum seinna eða nánaratiltekið 14. febrúar síðastliðin urðu flekaskil í samleik okkar. þar náðum við að sleppa tökunum á því sem við kunnum og leita að því sem við kunnum ekki saman. en til þess hefur þurft hundruði ef ekki nálægt þúsund klukkustundir í samveru bæði við leik og störf til að kanna allt sem við viljum kunna. einnig til að leita að því sem við vissum ekki að við vildum kunna og kanna hvað dregur fram hið ýtrasta í fari hvors annars.
einhverskonar þrýstipróf eða þennsluáreinnsla á sér stað því ekki er nóg að æfa og spila saman. það sem hefur verið stóra kennslustundin er að hlusta á æfingar og tónleika og finna án hljóðfæris hvert ferðalagið er að taka mann.
löngunin í óheftari frelsi í sinni eigin túlkun virðist því renna saman við traustið sem myndast við samveru og skilning á þörfum hvers og eins
það skemmtilegasta í ferðalaginu er að ég er enn spenntari fyrir næstu sjö árum af því nákvæmla sama, sem virðist bara það sama, er alltaf nýtt en bara ef leitað er.