© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
25. maí
Miðaverð frá
2.000 kr.
Píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason leiðir kvartett í gegnum frumsamda tónlist sína. Á tónleiknum í Iðnó verður meðal annars flutt tónlist af nýjustu plötu hans, „Hope“, og einnig verða lög af eldri plötum hans spiluð. Með Inga Bjarna leika þeir Hilmar Jensson á gítar, Birgir Steinn Theodorsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.
Ingi Bjarni hefur leikið eigin tónsmíðar með fjölda tónlistarfólks á Íslandi, í Japan og í Evrópu, gefið út nótnabækur o.s.frv. Hann hefur hlotið talsverða athygli og viðurkenningu fyrir plötur sínar, en þær hafa allar fengið jákvæða gagnrýni í erlendum miðlum. Á íslensku tónlistarverðlaununum 2025 hlaut hann verðlaun fyrir jazzlag ársins 2024. Einnig var hann tilnefndur sem jazzflytjandi ársins og fyrir jazzplötu ársins.