© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
4. maí
Miðaverð frá
2.000 kr.
Moritz Christiansen Trio samanstendur af saxófónleikaranum Moritz Christiansen (DE), bassaleikaranum Krzysztof Maciejko (PL) og trommuleikaranum Marcus Kendellen (DK/IR), sem hittust árið 2022 í tónlistarháskólanum í Álaborg. Tónlist þeirra einkennist af spuna og mismunandi bakgrunni hljómsveitarmeðlimanna.
Moritz Christiansen, sem nú býr í Reykjavík, semur tónlistina og leitast við að sameina í henni mismunandi áhrif frá tónlistarferðalagi sínu hingað til, sem hefur leitt hann frá Norður-Þýskalandi um Norður-Danmörku til Íslands. Tónlistin leikur sér að andstæðunni milli ljóðrænna laglína og orkumikilla spunasamræðna og er greinilega innblásin af hljómsveitum eins og Jim Black’s Alas No Axis og Paul Motian Trio