Hróðmar Sigurðsson Tríó

20. apríl

Miðaverð frá

2.000 kr.

Hróðmar Sigurðsson tríó

Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson leikur ásamt samstarfsmönnum sínum til margra ára þeim Birgi Steini Thedorssyni og Kristoferi Rodriguez Svönusyni. Tríóið leikur lög Hróðmars í bland við tökulög frá hans helstu áhrifavöldum. Músíkin kemur úr smiðju blús og jazztónlistar sem fléttast saman við fleiri stíla líkt og sálartónlist og poppmúsík.

Hróðmar Sigurðsson : Rafgítar

Birgir Steinn Theodorsson : Bassi

Kristofer Rodriguez Svönuson : Trommur

Spotify: https://open.spotify.com/artist/2hdVNDRFSLrZEXCTidzkF4?si=qvMz8If4TTiPmTX2xYt9yQ&dl_branch=1 

Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2017.Síðan þá hefur hann starfað sem tónlistarmaður og leikið tónlist með ýmsum tónlistarmönnum þvert á stíla t.d. Ife Tolentino, Elísabetu Ormslev, Teiti Magnússyni, Elísabetu Eyþórsdóttur,Ingibjörgu Turchi og fleirum. Einnig hefur hann leikið í hljómsveitum í sýningum í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hróðmar hefur leikið inná lög og plötur með Elísabetu Eyþórsdóttur, Elvari Braga Kristjónssyni, Teiti Magnússyni og Ingibjörgu Turchi. Hann tók þátt í að móta og spila inn á plötuna Meliae eftir Ingibjörgu Turchi. Sú plata hlaut 6 tilnefningar á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2021 og hlaut tvenn verðlaun, meðal annars fyrir Jazzplötu ársins. Frá árinu 2020 hefur Hróðmar starfrækt hljómsveit sína sem samanstendur af einvalaliði og hefur hún komið fram m.a í Mengi, á Bryggjujazzi og Jazzhátíð Reykjavíkur. Lög og útsetningar eru í höndum Hróðmars en með hljómsveitinni hefur þróast hljóðheimur sem hverfist um rafgítarinn og haganlega samofnar brassútsetningar sem kallast á við kraumandi takt hjá ryþmasveit og má heyra innblástur frá hinum ýmsu tónlistarstílum. Fyrsta plata Hróðmars, samnefnd honum, kom út í ágúst 2021. Útgáfutónleikar plötunnar voru haldnir á Reykjavík Jazz Festival 30.ágúst sl. við góðar undirtektir. Reykjavik Record Shop annast útgáfu plötunnar. Platan var tekin upp í Sundlauginni vor og haust 2020, Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn, Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði og plötuumslag hannaði Þórdís Erla Zoega. Hróðmar hlaut viðurkenningu á Íslensku Tónlistarverðlaununum sem bjartasta vonin í jazz og blús tónlist og hljómsveit hans hlaut tilnefningu fyrir tónlistarflytjendur ársins. Nýjasta útgáfa Hróðmars eru tvö lög ,,Sunray” og ,,Balance”  af komandi plötu hans og Ingibjargar Turchi ,,+1” sem væntanleg er á vormánuðum 2025.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger