© 2025 Tix Miðasala
•
20. apríl
Miðaverð frá
2.000 kr.
Hróðmar Sigurðsson tríó
Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson leikur ásamt samstarfsmönnum sínum til margra ára þeim Birgi Steini Thedorssyni og Kristoferi Rodriguez Svönusyni. Tríóið leikur lög Hróðmars í bland við tökulög frá hans helstu áhrifavöldum. Músíkin kemur úr smiðju blús og jazztónlistar sem fléttast saman við fleiri stíla líkt og sálartónlist og poppmúsík.
Hróðmar Sigurðsson : Rafgítar
Birgir Steinn Theodorsson : Bassi
Kristofer Rodriguez Svönuson : Trommur
Spotify: https://open.spotify.com/artist/2hdVNDRFSLrZEXCTidzkF4?si=qvMz8If4TTiPmTX2xYt9yQ&dl_branch=1
Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2017.Síðan þá hefur hann starfað sem tónlistarmaður og leikið tónlist með ýmsum tónlistarmönnum þvert á stíla t.d. Ife Tolentino, Elísabetu Ormslev, Teiti Magnússyni, Elísabetu Eyþórsdóttur,Ingibjörgu Turchi og fleirum. Einnig hefur hann leikið í hljómsveitum í sýningum í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hróðmar hefur leikið inná lög og plötur með Elísabetu Eyþórsdóttur, Elvari Braga Kristjónssyni, Teiti Magnússyni og Ingibjörgu Turchi. Hann tók þátt í að móta og spila inn á plötuna Meliae eftir Ingibjörgu Turchi. Sú plata hlaut 6 tilnefningar á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2021 og hlaut tvenn verðlaun, meðal annars fyrir Jazzplötu ársins. Frá árinu 2020 hefur Hróðmar starfrækt hljómsveit sína sem samanstendur af einvalaliði og hefur hún komið fram m.a í Mengi, á Bryggjujazzi og Jazzhátíð Reykjavíkur. Lög og útsetningar eru í höndum Hróðmars en með hljómsveitinni hefur þróast hljóðheimur sem hverfist um rafgítarinn og haganlega samofnar brassútsetningar sem kallast á við kraumandi takt hjá ryþmasveit og má heyra innblástur frá hinum ýmsu tónlistarstílum. Fyrsta plata Hróðmars, samnefnd honum, kom út í ágúst 2021. Útgáfutónleikar plötunnar voru haldnir á Reykjavík Jazz Festival 30.ágúst sl. við góðar undirtektir. Reykjavik Record Shop annast útgáfu plötunnar. Platan var tekin upp í Sundlauginni vor og haust 2020, Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn, Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði og plötuumslag hannaði Þórdís Erla Zoega. Hróðmar hlaut viðurkenningu á Íslensku Tónlistarverðlaununum sem bjartasta vonin í jazz og blús tónlist og hljómsveit hans hlaut tilnefningu fyrir tónlistarflytjendur ársins. Nýjasta útgáfa Hróðmars eru tvö lög ,,Sunray” og ,,Balance” af komandi plötu hans og Ingibjargar Turchi ,,+1” sem væntanleg er á vormánuðum 2025.