© 2025 Tix Miðasala
Bíó Paradís
•
12. apríl
Miðaverð frá
3.500 kr.
SPRETTFISKUR
Stuttmyndasamkeppnin Sprettfiskur er haldin í fjórum keppnisflokkum þar sem leikið efni, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistarmyndbönd eru aðskilin. Flokkarnir eru fjórir til að endurspegla þá grósku og fjölbreytni sem er í kvikmyndagerð hér á landi. Markmið keppninnar er að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til góðra verka með verðlaunum sem geta lagt grunninn að næsta verkefni. Verðlaunin koma frá KUKL tækjaleigu og RÚV. Verðlaunamyndirnar verða sýndar á RÚV og verða aðgengilegar í spilara RÚV.
Boðið verður upp á umræður við leikstjóra eftir sýningu myndanna
Tilraunaverk
Sara
Leikstjóri: Steiní Kristinsson
Framleiðandi: Steiní Kristinsson
Lengd: 9,33 mín
Um verkið:
Þegar fjölskylduhundurinn deyr grafa feðgar gjöf hundsins og þurfa að horfast í augu við sorgina, ástina og þeirra tengsl.
Genesis
Leikstjóri: Alda Ægisdottir
Framleiðandi: Alda Ægisdottir
Lengd: 9,33 mín
Um verkið: Saga af kraftaverkafæðingu.
Small Talk / Éttu mig
Leikstjóri: Pétur Þór
Framleiðandi: Kristný Eiríksdóttir
Lengd: 8,33 mín
Um verkið: Sjálfhverfur maður, með mikla sjálfsvorkunn, kallar eftir andlegri aðstoð, í sínu eiginn afmæli. Enn í staðinn fyrir að biðja fólkið sem elskar hann um aðstoð, ákveður hann að pynta sjálfan sig. "Er ekki bara best að þjást að innan og bíta í tunguna, segja við ástvini, "Það er bara allt í góðu". Svo er að lokum ávallt gott að brosa.
Nauðr
Leikstjóri: Connor Ryan
Framleiðandi: Kristmundur E. Baldvinsson
Lengd: 17 mín
Um verkið:
Sjómaður rekur á land, en af dularfullum ástæðum hefur hann misst málið. Heltekinn angist leitar hann til óbyggðana í von um að losna undan kvölinni en þar virðast yfirnáttúruleg völd eiga leik í tafli.
Godspeed
Leikstjóri: Klavs Liepinš
Framleiðandi: Klavs Liepinš
Lengd: 10 mín
Um verkið: Stuttmyndin Godspeed er innhverf og ljóðræn könnun á minningum, ást og sátt. Myndin segir frá tveimur mönnum sem mætast í niðurníddu landslagi síð-sovésks tíma. Frásögnin er ekki drifin áfram af átökum eða lausnum heldur af hinu djúpa og kyrrláta rými á milli þeirra—djúpri vitund um það sem var og því sem þarf að sleppa. Enginn þrýstingur ríkir, aðeins augnablik kyrrðar, þar sem fortíðin er heiðruð án þess að haldið sé í hana. Sáttin verður að persónulegri, nærri helgri athöfn. Myndin er hugleiðing um brothætt eðli sambanda og fegurðina í því að sleppa tökunum.