Sprettfiskur I / documentaries & music videos

Bíó Paradís

7. - 12. apríl

Miðaverð frá

3.500 kr.

SPRETTFISKUR

Stuttmyndasamkeppnin Sprettfiskur er haldin í fjórum keppnisflokkum þar sem leikið efni, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistarmyndbönd eru aðskilin. Flokkarnir eru fjórir til að endurspegla þá grósku og fjölbreytni sem er í kvikmyndagerð hér á landi. Markmið keppninnar er að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til góðra verka með verðlaunum sem geta lagt grunninn að næsta verkefni. Verðlaunin koma frá KUKL tækjaleigu og RÚV. Verðlaunamyndirnar verða sýndar á RÚV og verða aðgengilegar í spilara RÚV.

Boðið verður upp á umræður við leikstjóra eftir sýningu myndanna

HEIMILDAVERK

Húsið í Dnipro
Leikstjóri: Steiní Kristinsson, Alfreð Hrafn Magnússon
Framleiðandi: Steiní Kristinsson
Lengd: 6:50
Um verkið: Maður frá Úkraínu rifjar upp tímann þegar hann upplifir innrásina árið 2022 og endurreisnar ferð sína á íslandi.

Bókin
Leikstjóri: Flóki Larsen
Framleiðandi: Flóki Larsen
Lengd: 9:41
Um verkið: Flóki Larsen er bóksali og bókavörður í Reykjavík. Hann nam íslensk fræði við Háskóla Íslands og er nú í meistaranámi í menningarmiðlun við sama skóla. „Bókin“ er hans fyrsta stuttmynd.

Portret af Orra Finn
Leikstjóri: Ýr Þrastardóttir
Framleiðandi: Ýr Þrastardóttir
Lengd: 7,50 mín
Um verkið: Innsýn inn í líf pars sem vinnur saman við að skapa það sem þau elska. Þau búa til skartgripi og reka búð saman á Skólavörðustíg. Við kynnumst hvernig þetta byrjaði og hvernig þau skipta eða deila þeim verkum sem þarf að vinna.

Then I Became a Comedian
Leikstjóri: Egill Atlason
Framleiðandi: Egill Atlason
Lengd: 16,16 mín
Um verkið: Það var alltaf draumur Arnórs Daða að verða grínisti. En þann draum var erfitt að réttlæta. Arnór sagði því öllum í sínum heimabæ að hann ætlaði að flytja til Reykjavíkur til að verða kvikmyndagerðarmaður, en í raun flutti hann til að verða grínisti.

Ég er bara Elma
Leikstjóri: Elma Dís Davíðsdóttir
Framleiðandi: Elma Dís Davíðsdóttir
Lengd: 14,44 mín
Um verkið: Ég gef ykkur innsýn inn í líf mitt þegar ég fór í aðgerð sem ég var búin að bíða eftir mjög lengi.

MUSIC VIDEOS
„Fyrsti dagur endans“ - Bríet and Birnir
Leikstjóri: Erlendur Sveinsson
Framleiðandi: Kári Úlfsson
Lengd: 4,12 mín

„Settle Down“ - Atli
Leikstjórar: Ólafur Göran Ólafsson Gros, Atli Dagur Stefánsson
Framleiðandi: Ólafur Göran Ólafsson Gros, Atli Dagur Stefánsson
Legend: 4 mín

„Lovesong“ - Jelena Ciric
Leikstjóri: Sigurlaug Gísladóttir
Framleiðandi: Sigurlaug Gísladóttir
Lengd: 2,08 mín

„Midnight Sky“ - Kári Egils
Leikstjóri: Didda Flygenring
Framleiðandi: Didda Flygenring
Lengd: 4 mín

„Myndi Falla“ - Úlfur Úlfur
Leikstjóri: Magnús Leifsson
Framleiðandi: Magnús Leifsson
Lengd: 4,02 mín

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger