Undercover

Bíó Paradís

8. - 9. apríl

Miðaverð frá

3.500 kr.

Undercover: Exposing the Far Right + Q&A

2024 / UK / Documentary / 97

Breski aðgerðahópurinn Hope Not Hate berst gegn öfgahægriöflum með því að rannsaka starfshætti og fjármögnun öfgasamtaka, oft með því að fara huldu höfði til að afhjúpa raunveruleg markmið þeirra. Með földum myndavélum og upptökutækjum skjalfestir hópurinn mótmæli, leynifundi og netáhrifavalda sem dreifa kynþáttafordómum. Rannsóknir þeirra sýna hvernig öfgamenn leitast við að móta stjórnmál og hafa áhrif á almenningsálit. Heimildarmyndin fylgir aðgerðasinnanum „Chris“ þegar hann smyglar sér inn í svikasamtök um gervivísindi sem tengjast vel skipulögðum öfgahægrihreyfingum víðsvegar um Evrópu. Þar afhjúpar hann tengsl þeirra við stjórnmálaflokka og tilraunir til að hafa áhrif á helstu skoðanamótendur.

Leikstjórn: Havana Marking

Boðið verður upp á umræður með leikstjóra eftir sýninguna.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger