© 2025 Tix Miðasala
Valhöll, Eskifirði
•
29. apríl
Miðaverð frá
0 kr.
Ævintýri Orra óstöðvandi og Möggu Messi - Boðssýning
Gestir þurfa að panta sér aðgöngumiða á TIX.is þó þeir eru öllum að kostnaðarlaus. Mikilvægt er að tryggja sér og öllum börnum miða því það er takmarkað magn miða.
Ný sýning byggð á geysivinsælum bókum um Orra óstöðvandi og vinkonu hans Möggu Messi eftir Bjarna Fritzson. Orri er ungur drengur sem breytir sér í ofurhetjuútgáfuna af sjálfum sér, Orra óstöðvandi, þegar hann þarf á hugrekki og sjálfstrausti að halda. Orri og Magga lenda í alls konar ævintýrum, hversdagslegum jafnt sem ótrúlegum, og eru uppátækjum þeirra engin takmörk sett.
Sýningin ferðast um landið á vormisseri og verður sýnd í Valhöll, Eskifirði 29. apríl.
Tónlistartvíeykið vinsæla, JóiPé og Króli, semur tónlist fyrir sýninguna.
Boðssýning
Höfundur bókar - Bjarni Fritzson
Leikstjórn & leikgerð - Vala Fannel
Leikmynd - Hildur Evlalía Unnarsdóttir
Búningar - Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Tónlist - JóiPé & Króli
Leikarar - Almar Blær Sigurjónsson og Selma Rán Lima