Innri áttavitinn: Leiðin liggur til allra átta

The Reykjavík Edition

22. mars

Þann 22. mars standa Ungar athafnakonur (UAK) fyrir sinni árlegri ráðstefnu sem fram fer í ráðstefnusal The Reykjavík Edition. Ráðstefna félagsins er nú haldin í ellefta sinn og ber yfirskriftina Innri áttavitinn: Leiðin liggur til allra átta.

Þemað í ár undirstrikar það að lífið er sjaldnast greið og bein leið - og sem betur fer! Við viljum hvetja gesti til að staldra við, hlusta á innsæið og skoða þau gildi sem móta stefnu þeirra í lífinu. Finnum styrkleikann í því að flétta saman mismunandi þekkingu og áhugamál til að móta okkar eigin veg. Við höfum fengið til liðs við okkur framúrskarandi og skemmtilega fyrirlesara úr ýmsum atvinnugreinum sem allar eiga það sameiginlegt að fylgja sínum innri áttavita.

Dagskráin er fjölbreytt þar sem við munum heyra reynslusögur kvenna úr fjölbreyttum geirum – allt frá orkumálageiranum, fjármálum og nýsköpun til lögfræði, leiklistar og uppeldis- og menntunarfræða. Þær munu meðal annars deila því hvernig þær sigruðust á hindrunum, fundu sína stefnu, og hvaða lærdóm þær hafa dregið af sinni vegferð.

Innifalið í miðaverði er gjafapoki, hádegismatur, kaffi og léttar veitingar að dagskrá lokinni.

Við hlökkum til að sjá ykkur 22. mars 2025 í Reykjavík Edition og gera okkur glaðan dag saman!

Hér má finna allar upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar: https://www.ungarathafnakonur. is/uak-radstefnan-2025/

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger