© 2025 Tix Miðasala
Hannesarholt
•
1. nóvember
Miðaverð frá
4.900 kr.
gímaldin hefur fyrir margt löngu getið sér gott orð fyrir tónlist sína, hvort sem er hefðbundið eða alternatívt söngrokk, kántrí, austur-evrópsk-ættuð þjóðlagatónlist í bland við þungarokk eða efni sem nær stendur klassískri tónlist eða nútímaklassík. Hann hefur markað sér afgerandi sérstöðu sem tónlistarmaður og má segja að hann standi einn undir heilum tónlistargeira sem enginn annar tilheyrir:. Enginn er honum líkur.
Tónleikarnir í Hannesarholti eru frumflutningur á verki sem höfundur kallar: gímaldin Goes Orchestral. Um er ræða 8 lög fyrir synta og partíbox. Flest laganna eru 3-5 radda hljóðfæraverk með söng. Tónsmíðastíllinn er núklassískur og nær aftur í rókókó. Segja má að textarnir séu samdir af mennskri vél sem leitast við að endurskapa hina sérkennilegu nálgun gervigreindarinnar á orðlist. Söngurinn er fluttur af alt-sópran sem syngur á tónsviði baritóns.
Það eru sem sé spennandi og óvenjulegir tónleikar framundan í Hannesarholti. Dagskráin er um 60 mínútur og henni gæti fylgt óvænt aukaefni.