Tangó í tali og tónum

20&SJÖ Mathús

6. mars

Miðaverð frá

4.000 kr.

Ferðalagið hefst í Argentínu þar sem gestir munu kynnast mestu tangó-stjörnum heims meðan frægustu smellir þeirra verða fluttir og sungnir.

Sögurnar eru svakalegar þar sem morð, framhjáhöld, Frank Sinatra og stórslys koma við sögu. Svo verður farið víða um heim, t.d. til Grikklands þar sem tangóinn er tekinn í fóstur og auðvitað verða leiknir íslenskir slagarar með argentínskum keim. Þar sem tveir úr sveitinni koma frá Bíldudal verða fræg suðræn lög sett í bílddælskan búning áður en þau eru borin fyrir eyru gesta. Það er því ekki laust við að þetta verði fræðandi og fjári skemmtilegt.

Hljómsveit skipa: Jón Sigurður: gítar, söngur og tangósögur

Pétur Valgarð: gítar og tangósögur

Sema Elísa, fiðla

Georg Grundfjörð: kontrabassi.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger