© 2025 Tix Miðasala
Háskólabíó
•
1. mars
Miðaverð frá
5.900 kr.
Laugardaginn 1. mars kl. 14:00 verða stórtónleikar í Háskólabíói þar sem Bubbi, GDRN, Friðrik Dór, Jón Jónsson, KK og Ellen og hljómsveitin FLOTT stíga á svið. Bubbi Morthens mun frumflytja nýtt lag á tónleikunum.
Ágóði af miðasölu mun renna í verkefnið Gervifætur til Gaza sem stofnað var til í samstarfi Össurar Kristinssonar og Félagsins Ísland - Palestína. Frá árinu 2009 hafa verið farnar nokkrar ferðir með efni í gervifætur sem Össur Kristinsson heitinn hannaði og fór hann sjálfur í fyrstu ferðina með gervifætur til Gaza. Sjaldan hefur þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu verið meiri á Gaza en nú eftir stanslausar sprengjuárásir síðustu 15 mánuði. Þúsundir barna og fullorðinna hafa misst útlimi og þarfnast gervilima. Félagið Ísland-Palestína stefnir á að senda hið fyrsta stoðtækjasmið til Gaza og efni í gervifætur fyrir 100 börn og 100 fullorðna. Félagið mun njóta velvildar og stuðnings Össurar hf. til að hrinda þessu verkefni í gang að nýju