Vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs

Háskólabíó

2. mars

Miðaverð frá

2.000 kr.

Skólahljómsveit Kópavogs verður með stórtónleika í Háskólabíói þar sem fram koma um 170 hljóðfæranemendur í þremur hljómsveitum og leika blásaratónlist úr ýmsum áttum.

Vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs eru jafnframt uppskeruhátíð hljómsveitanna þriggja sem starfa innan vébanda SK. Búast má við fjölmennum hópum á sviðinu enda SK ein stærsta skólahljómsveit landsins.

Yngstu hljóðfæraleikararnir hefja tónleikana en þau hafa æft á hljóðfæri í eitt til tvö ár. B sveitin skipuð nemendum á þriðja til fimmta vetri stígur næst á stokk og spila þau sína tónlist fram að hléi. Eftir hlé mæta elstu krakkarnir á sviðið og leika krefjandi tónverk sem þau hafa verið að æfa í vetur. Krakkarnir lofa tónlist við allra hæfi á tónleikunum og hlakka til að sjá sem flesta í Háskólabíói þann 2. mars.

Stjórnendur hljómsveitanna eru Össur Geirsson og Gunnlaugur Bjarnason.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger