Hjálmar í Miðgarði

Miðgarður Hvolsvelli

4. janúar

Um þessar mundir eru 20 ár frá því fyrsta plata Hjálma leit dagsins ljós. Hljóðlega af stað var tekin var upp í Geimsteini í Keflavík. Platan sló rækilega í gegn og skilaði sveitinni Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir rokkplötu ársins auk nafnbótarinnar Bjartasta vonin árið 2004. Þessum tímamótum er sveitin að fagna en hún lék tvenna tónleika á Ölveri í Reykjavík í maí fyrir fullu húsi og við frábærar undirtektir. Nú er komið að Midgard. Miðasala á Tix.is.

Hjálmar eru þekktir fyrir að vera eitt albesta tónleikaband hér á landi og það má því búast við frábærum tónleikum. Sveitina skipa þeir Guðmundur Kristinn Jónsson, Helgi Svavar Helgason, Sigurður Guðmundsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Þorsteinn Einarsson.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger