Jólahappdrætti til styrktar Barnaheillum

Happdrætti

6. janúar

Miðaverð frá

3.500 kr.

Annað árið í röð blása Gríma Björg Thorarensen og Jóna Vestfjörð til jólahappdrættis í samstarfi við Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Að þessu sinni rennur allur ágóði sölunnar til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum á heimsvísu.

Heildarverðmæti vinninga í ár er yfir 3 milljónir króna, en 115 vinningar eru í pottinum. Hér fyrir neðan má sjá heildarlista vinninga.

Framhlið happdrættismiðans í ár prýðir verk eftir listakonuna Helgu Páleyju Friðþjófsdóttur, en verkið eftir hana er í senn einn vinninganna í happdrættinu. Myndin ber titilinn “Við heimurinn” og er miðinn sjálfur afar dskemmtileg gjöf í jólapakkann.

Dregið verður úr seldum miðum þann 6. janúar 2025. Þau sem vilja útprentaða miða með myndinni eftir Helgu Páleyju geta fengið þá heimsenda eða sótt á skrifstofu Barnaheilla, Borgartúni 30, 2. hæð.

Allt fjármagn sem safnast í happdrættinu rennur í neyðarsjóð alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children sem munu sjá til þess að það nýtist þar sem þörfin er mest. Barnaheill á vettvangi veita börnum beinan stuðning, eins og matargjafir, vatn, nauðsynleg lyf og áfallahjálp. Einnig eru samtökin með móttökustöðvar fyrir flóttafólk víðsvegar á átakasvæðum og hafa sett upp fjölda Barnvænna svæða. Tilgangur Barnvænna svæða er að skapa umhverfi þar sem börn geta komið saman til að leika sér og tekið þátt í starfsemi sem er fræðandi og þau hafa tækifæri til þess að efla félags- og tilfinningalega færni.

Vinningar

KEA hótel – Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði á KEA hóteli að eigin vali.

Hótel Geysir – Gjafabréf í svítu með þriggja rétta kvöldverði og morgunverði fyrir tvo ásamt gjafabréfi í Geysis verslun fyrir 50.000 kr.

Hótel Geysir – Gjafabréf í deluxe herbergi með þriggja rétta kvöldverði og morgunverði fyrir tvo ásamt gjafabréfi í Geysis verslun fyrir 50.000 kr.

ION Hotel – Gisting fyrir tvo á Ion Adventure í svítu með fordrykk, kvöldverði og morgunverði

Play – 50.000 króna gjafabréf.

66 North – Húfa, hanskar og sokkar

4 árstíðir – Veglegur Made By Mama gjafakassi.

Hildur Hafstein – Hálsmen.

Hildur Yeoman – Sundbolur að eigin vali.

Vest – Helle Mardahl vasi.

Oficina – 30.000 kr. gjafabréf.

Elko – Tvö Airpods

Nóa Síríus – Konfektkassi

Seimei – Tvö gjafabréf að upphæð 20.000 kr.

Hvammsvík – Fimm Premium gjafabréf fyrir tvo.

MyLetra – Tvö 10.000 kr. gjafabréf.

VERK eftir Helgu Páleyju

Dropi – Þrír veglegir gjafapokar.

Fiskmarkaðurinn – Smakk matseðill fyrir tvo

Bíum Bíum / Von Verslun – 20.000 kr. gjafabréf.

Te og Kaffi – þrjú 10.000 kr. gjafabréf.

World Class – Gjafabréf frá World Class og Laugum Spa.

Sky Lagoon – Tvö gjafabréf.

Fly Over Iceland – 5 gjafabréf fyrir tvo.

Epal – Tvö 15.000 kr. gjafabréf.

Lumex – 50.000 kr. gjafabréf.

Móa og Mía – 50.000 kr. gjafabréf.

OLIFA – Gjafaaskja og gjafabréf.

Krónan – Tvö 10.000 kr. gjafabréf.

ROK veitingastaður – Þrjú 10.000 kr. gjafabréf.

Angan – Gjafabox Body Bliss Duo.

Sumac – Gjafabréf uppá 20.000 kr.

Sérefni – Gjafabréf að andvirði 50.000 kr.

Listval – Gjafabréf 30.000 kr.

REIN steinsmiðja – 50.000 kr. gjafabréf.

WODbúð – Þrjú 10.000 kr. gjafabréf.

Tekk Habitat – 10.000 kr. gjafabréf.

Bestseller – 2x 15.000 kr. gjafabréf.

NÓLA – Brúnkukremspakki frá Luna Bronze.

Extraloppan – Tvö gjafakort, 12.500 kr. hvort.

Barnaloppan – Tvö gjafakort, 12.500 kr. hvort.

Steindal heildsala – TÖST vinningskassi og REDBULL vinningskassi

Skreið – Gjafabréf að andvirði 40.000 kr.

Reykjavík Ritual – FEEL GOOD BOX og Self Mastery fyrir tvo

BAHNS – Gjafabréf að andvirði einnar peysu

Bjarni Keramiker – Verk

Nostra Keramik studio – 15.000 kr. gjafabréf.

Ommnomm súkkulaði gjafaaskja.

Andrá Reykjavík – Gjafabréf að andvirði 20.000 króna.

Hlín Reykdal – Tvö pör af eyrnalokkum

Aníta Hirlekar – 30.000 króna gjafabréf upp í kjól.

Andrea Maack – 3 x Ilmvatn

Green Fit – Gjafabréf í mælingu á efnaskiptaheilsu

Emmsjé Gauti – Fjögur textaverk

Elíra – Gjafaaskja og gjafabréf í meðferð.

MGT – Einn mánuður í MGT þjálfun.

Nespresso – Tvær Verturo kaffivélar

Nova – Fimm teiknitöflur

BIOEFFECT – EGF Face & Hand Rejuvenation jólagjafasett

Dr. Bragi – Fimm gjafatöskur.

Heima er Gott – 30.000 króna gjafabréf.

Borgarleikhúsið – Gjafabréf fyrir tvö í leikhús

Krumma – Ýmis leikföng

Keiluhöllin – Tvö gjafabréf, 10.000 kr. hvort.

Margt Smátt – 20.000 kr. gjafabréf.

Bjarni Þór listmálari – Barnaheilla Málverk

Skeljungur – 30.000 kr. gjafabréf.

Atlantsolía – Tvö 10.000 kr. gjafabréf.

Swimslow – Sundbolur.

Þjóðleikhúsið – Þrjú gjafabréf fyrir tvo á leiksýninguna Eltum veðrið.

Penninn – VITRA – Hang it all fatahengi

Hótel Jökulsárlón – Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði

By Lovía Skart – Armband

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger