© 2024 Tix Miðasala
Laugardalshöll
•
4. október
Miðaverð frá
14.999 kr.
Coca Cola & Víking Gylltur bjóða upp á partí ársins 2025
Eftir þrjátíu ára stöðuga framrás er litríkur skrápur kameljónsins harður, en hjartað opið og meyrt. Stöðnun þýðir drukknun og dauði fyrir hákarlinn; rafháfinn sem laðar bráð sína með ómótstæðilegum rafbylgjum.
Í 30 ár hafa nálar jarðskjálftamælanna dansað sleitulaust til heiðurs kvikuflæðinu GusGus, og öfugt við Orfeus lítur fyrirbrigðið aldrei um öxl. Óvissuferðin leyndardómsfulla heldur stjórnlaus áfram, hömlulaus og frek á frelsi.
Ísköld, sjóðheit.
Eftir 12 breiðskífur og 12 meðlimi hefur gimsteinninn kristallast niður í frumefnin Daníel Ágúst, Bigga Veiru og Margréti Rán, sem saman svífa hærra og hærra um snæviþakta tinda raftónlistarinnar, kljúfandi öreindir alheimsins.
Í tilefni 30 ára taumlauss oddaflugs strengir GusGus, ásamt gestum, upp sín dýrustu djásn á himnafestinguna og býður dansþyrstum aðdáendum upp á sýningu ársins 2025.
Meðlimir í GusGus samfélaginu fá fyrstir fréttir af þróun mála. Sjóðheitir og ískaldir velkomnir.
Skráðu þig hér
https://bit.ly/30-years-of-gusgus
VIP Miði
Aðgangur að VIP herbergi með svölum sem snúa að sviðinu.
Opinn bar, allir drykkir innifaldir.
Hlaðborð innifalið.
„Meet & greet“ eftir tónleika
GusGus bolur að eigin vali úr nýju merch línunni
Aðgangur að eftirpartýii
Sérinngangur í Laugardalshöll
Hver miði gildir fyrir einn.