© 2024 Tix Miðasala
Grafarvogskirkja
•
28. nóvember
Miðaverð frá
5.000 kr.
Karlakór Grafarvogs heldur árlega hausttónleika sína fimmtudagskvöldið 28. nóvember nk. og mun Sigtryggur Baldursson sem þjóðþekktur er sem Bogomil Font, koma fram með kórnum á tónleikunum. Mun karlakórinn taka undir með Bogomil Font í nokkrum lögun, en einnig munu hvorir um sig syngja eins og þeim er einum lagið.
Íris Erlingsdóttir - Kórstjóri
Kjartan Valdemarsson - Píanó
Þórður Árnason - Gítar
Birgir Steinn Theodórsson - Bassi
Jóhann Hjörleifsson - Trommur
Matthías Stefánsson - Fiðlu
Sigurður Sigurðsson - Munnharpa
Það verður enginn svikinn af því að hlusta á hljóðfæraleik þessara snillinga með söng karlakórsins og Bogomil Fonts, en hann verður að sjálfsögðu með bongo trommurnar sínar meðferðis.
Á efnisskránni eru ýmis þjóðþekkt lög af léttara taginu og einnig syngur Bogomil Font nokkra af sínum þekkustu smellum.