© 2024 Tix Miðasala
Hannesarholt
•
6. desember
Miðaverð frá
4.900 kr.
Föstudagskvöldið 6. desember mun tónlistarmaðurinn Andri Ásgrímsson frumflytja verk sitt "adrie íem" ásamt vel völdum vinum í Hannesarholti.
Andri Ásgrímsson á að baki feril með hljómsveitumum Leaves, Náttfari. Rif, Stafrænn Hákon, Kíra Kira ásamt tveimur sólóplötum undir eigin nafni.Nú er blásið til útgáfutónleika vegna þriðju sóló plötunnar.
Andri mun leika m.a. á flygil/hljómborð, Arnljótur Sigurðsson á þverflautu, Freysteinn Gíslason á bassa og Emilía Benidikta Gísladóttir mun dansa en hún hefur verið einn okkar fremsti nútíma dansari síðastliðin ár og hefur m.a dansað með spænska konunglega dansflokknum. Arnar Guðjónsson(Leaves, Warmland) sér um hljóðblöndun
Tónleikarnir hefjast kl. 20, húsið opnar 19:30 og gengið er inn í Hljóðberg í Hannesarholti af Skálholtsstíg. Miðar fást á tix.is og miðaverð er 4.900 kr.