© 2025 Tix Miðasala
Grensásvegur 14
•
2. nóvember
punktur punktur punktur
Dansverkið punktur, punktur, punktur er rafmagnað dansferðalag sem býður áhorfendum að skyggnast inn í framandi heim þar sem hver einasta hreyfing eru fullkomlega útreiknuð. Í verkinu er tekist á við fyrirbærið um mannlega tengingu og hegðunarmynstur manneskjunnar á tímum stafrænnar sítengingar. Dansararnir líkamna taugaboð og samskiptamynstur í gegnum einstaka nákvæmni og formfestu. Fyrir tilstilli óvæntra viðkvæmni kviknar þrá til að losna úr kerfinu. Tekst þeim að brjóta sér leið út úr óttanum við óvissuna?