Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen í flutningi þriðja árs nema leikarabrautar LHÍ

Listaháskólinn Laugarnesi

18. - 20. október

Miðaverð frá

0 kr.

Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen í flutningi þriðja árs nema leikarabrautar LHÍ

Norska leikskáldið Henrik Ibsen skrifaði Pétur Gaut árið 1867. Verkið er eitt hans þekktasta verk og hefur verið þýtt og sett upp í öllum heimshornum. Leikritið byggir að hluta til á norskri þjóðsögu og einnig að einhverju leiti á nánasta æskuumhverfi Henriks Ibsens.

Í verkinu fylgjum við Pétri Gaut eftir sem ungum manni í Noregi, þar sem hann brennir ýmsar brýr sér að baki og í gegnum lítríkt og lýgilegt lífshlaup hans. Verkið veltir upp spurningum um Sjálfið og Mennskuna.Í uppsetningu þriðja árs nema leikarabrautar LHÍ á Pétri Gaut leika allir leikaranemarnir Pétur Gaut sjálfan ásamt því að deila fjölda annara hlutverka verksins á milli sín.

Sýningar:
Föstudaginn 18. október kl. 19:00
Laugardaginn 19. október kl. 19:00
Sunnudaginn 20. október kl. 19:00

*Sýnt í stóra black boxinu – Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík.
*Gengið inn fyrir neðan hús frá steypta bílastæðinu – inngangur næst Sæbrautinni.
*Sýningin er rúmlega 3 klst löng með tveimur hléum. 15 mínútna hlé eftir 3. þátt og 15 mínútna hlé eftir 4. þátt.
*Athugið að í sýningunni eru notuð björt blikkljós.

Leikendur og persónur:
Elva María Birgisdóttir: Pétur Gautur, Ása (móðir Péturs), kokkurinn og fleiri.
Guðjón Ragnarsson: Pétur Gautur, Begriffenfeldt, Monsieur Ballon og fleiri.
Helga Salvör Jónsdóttir: Pétur Gautur, Anítra, Helga og fleiri.
Hrafnhildur Ingadóttir: Pétur Gautur, Grænklædda konan, presturinn og fleiri.
Ingi Þór Þórhallsson: Pétur Gautur, Húhú, Ókunni farþeginn og fleiri.
Katla Þórudóttir Njálsdóttir: Pétur Gautur, Dofrinn, Mads og fleiri.
Mímir Bjarki Pálmason: Pétur Gautur, Hnappasmiðurinn, Master Cotton og fleiri.
Salka Gústafsdóttir: Pétur Gautur, Sólveig, Apis kóngur og fleiri.
Stefán Kári Ottósson: Pétur Gautur, Skipstjórinn, Trumpeterstraale og fleiri.
Sólbjört Sigurðardóttir: Pétur Gautur, Ingiríður, V.Eberkope og fleiri.

Leiðbeinandi í leiktúlkun og leikstjórn: Agnar Jón Egilsson
Tækni og smíði: Egill Ingibergsson
Leiðbeinandi / rödd og texti: Snæbjörg Sigurgeirsdóttir
Leiðbeinandi / hreyfing: Vala Ómarsdóttir
Sýningarstjórn, tæknikeyrsla og anddyri: 1. árs nemendur leikarabrautar LHÍ
Tónlisting í sýningunni er af ýmsum toga en í henni má m.a. heyra í eftirfarandi tónlistarfólki;
Einar Stefánsson, Evergreen, Peter Gregson, Neil Cowley, Snorri Hallgrímsson, Ceridwen McCooey, Kristjan Järvi, Nordic Pulse Ensamble, Daniel Bjarnason, Gyða Valtýsdóttir, Edvard Grieg og fleiri.

Þakkir:
Hatari, Borgarleikhúsið (Móeiður Helgadóttir og Franz Valgarðsson), Díana Rut Kristinsdóttir, Ólafur Haukur Matthíasson og Íslenska Óperan.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger