© 2025 Tix Miðasala
Dansverkstæðið
•
15. nóvember
“Restling” fæddist í residensíu við Dansverkstæðið árið 2024. Markmiðið með rannsóknarvinnunni var að skoða hvíld sem andsvar við okkar hraðskreiða, hverfula heimi. Við vildum finna raunverulega hvíld til þess að standa (eða liggja) gegn dugnaðarsamfélaginu án þess að hafa áhuga á slökunarhugtakinu eins og heilsuiðnaðurinn hefur skrumskælt það. Deilum upplifun með manneskju sem okkur þykir vænt um til að finna kraftinn sem í henni býr. Glímum við tímann, hvílum í tímanum og uppgötvum dulda möguleika. "Hvíld er kyrrlát uppreisn sem opnar okkur nýjar leiðir til þess að vera í heiminum og sjá hann.” – Bridget Luff (hreyfi- og hugleiðsluþjálfi)