Restling pt. 2 - Reykjavík Dance Festival

Dansverkstæðið

15. nóvember

“Restling” fæddist í residensíu við Dansverkstæðið árið 2024. Markmiðið með rannsóknarvinnunni var að skoða hvíld sem andsvar við okkar hraðskreiða, hverfula heimi. Við vildum finna raunverulega hvíld til þess að standa (eða liggja) gegn dugnaðarsamfélaginu án þess að hafa áhuga á slökunarhugtakinu eins og heilsuiðnaðurinn hefur skrumskælt það. Deilum upplifun með manneskju sem okkur þykir vænt um til að finna kraftinn sem í henni býr. Glímum við tímann, hvílum í tímanum og uppgötvum dulda möguleika. "Hvíld er kyrrlát uppreisn sem opnar okkur nýjar leiðir til þess að vera í heiminum og sjá hann.” – Bridget Luff (hreyfi- og hugleiðsluþjálfi)

Næstu sýningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger