© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
16. nóvember
Butch Tribute er röð sviðslistaviðburða sem byggir á sviðslistarannsókn á hinsegin, kvenkyns karlmennsku, eftir norsku danshöfundana og dansarana Marte Reithaug Sterud og Ann-Christin Kongsness. Við sækjum okkur innblástur í hugtakið butch, sem notað er í hinsegin samfélaginu yfir karlmannlegar konur, hóp sem er gjarnan jaðarsettur og hunsaður. Í þremur stuttum dansverkum viljum við varpa upp fjölbreyttari mynd af butch konum, með því að sýna ólíkar birtingarmyndir hinsegin, kvenkyns karlmennsku. Í verkinu Flirt gerum við sviðið að okkar eigin, við erum virkar, daðrandi, í leit að tengslum og þrífumst á athygli og viðbrögðum áhorfendanna. Við tökum okkur vald til þess að vera augnaráðið en ekki aðeins viðfangið. Grjóthart pönkið í verkinu Roses varð til sem butch svar við dansverki Önnu Teresu De Keersmaeker frá 1983, Rosas danst Rosas, sem sameinar kvenlega kyntjáningu og mínímalíska danshefð. Verkið Flannel Dream er náinn dúett tveggja butch kvenna í landslagi sem samanstendur af flónelsskyrtum. Butch sambönd fá loksins þá ástarsögu sem þau eiga skilið.