© 2024 Tix Miðasala
Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun
•
24. október
BIM Ísland stendur fyrir vinnustofu í tengslum við Dag Stafrænnar Mannvirkjagerðar (DSM) 2024 með stuðningi frá aðildarfélögum og Aski - Mannvirkjarannsóknarsjóði. Við erum mjög heppin að fá Jaan Saar til að halda vinnustofu um stafræn byggingarleyfi sem byggja á BIM líkönum og reynslu frá Eistlandi og Finnlandi. Jaan Saar fer fyrir verkefnahópi um BIM innan ESB og er stjórnarmaður í buildingSMART International, auk þess að koma að starfsemi Future Insights. Þetta er einstakt tækifæri til að fá innsýn inn í þá þróun sem er að eiga sér stað í Evrópu og mun á komandi árum ná hingað til lands. Jaan verður einnig með erindi á Degi Stafrænnar Mannvirkjagerðar sem haldinn verður daginn fyrir vinnustofuna og við mælum eindregið með því að þeir sem ætla á vinnustofuna mæti einnig þangað.
Húsið opnar kl 8:00, vinnustofan hefst 8:30 og lýkur kl 11:00. Vinnustofan mun fara fram á ensku. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur mæti með fartölvu.
Nánar um vinnustofuna:
"BIM-based building permitting promises to make permit checking faster, more transparent and also improve the quality of the building designs. But how to achieve it practically? What are the prerequisites and first steps? Join the workshop to find out where and how to start with BIM-based permitting. What role does openBIM play in all this and what are the lessons learned from frontrunners like Estonia and Finland?"