Karlakórinn Fóstbræður og Stockholm Manskör í Langholtskirkju

Langholtskirkja

12. október

Þann 12. október nk. mun Stockholms Manskör halda tónleika með Karlakórnum Fóstbræður í Langholtskirkju.

Það mikill fengur fyrir íslensk tónlistarlíf og þá sérstaklega unnendur karlakóratónlistar að fá Stockholms Manskör (https://stockholmsmanskor.se/) undir stjórn hins þekkta stjórnanda Håkan Sund í heimsókn til Íslands.

Kórinn sem stofnaður var laust eftir síðustu aldamót hefur á að skipa úrvals söngvurum sem margir hverjir sungu áður með hinum heimsþekkta kór Orphei Drängar.

Á efnisskrá tónleika Stockholms Manskör kennir ýmissa grasa þar sem skandinavísk kórtónlist skipar stóran sess með verkum eftir m.a. Edvard Grieg, Hugo Alfven og Jean Sibelius svo dæmi séu tekin. Auk þess eru á efnisskránni verk eftir franska höfunda eins og Camille Saint-Saëns, Darius Milhaud og Francis Poulenc. Eins má geta einstakra laga eins og „Bridge over troubled water“ eftir þá félaga Simon og Garfunkel auk ABBA lagsins „Mamma Mia“ og fleiri laga.
Síðast nefndu lögin eru útsett af stjórnanda kórsins, Håkan Sund, en hann þykir einn fjölhæfasti tónlistamaður Svíþjóðar á sínu sviði.
Það er ljóst að tónleikar Stockholms Manskör er viðburður sem unnendur karlakóratónlistar ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Fóstbræður mun syngja nokkur lög og kórarnir munu einnig syngja nokkur lög saman.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger