© 2024 Tix Miðasala
Hafnarborg
•
16. nóvember
Ástvaldur Zenki Traustason er píanóleikari og Zen kennari. Hann mun á þessum tónleikum leiða tónleikagesti á vit hins óþekkta í gegnum tónlist og tal - býður á stefnmót við lífið.
„Að ganga í friði er að þekkja sitt eigið göngulag. Því manneskja sem þekkir djúplega sitt eigið göngulag gengur í friði og færir ljós inn í allar aðstæður og hvert skref græðir og nærir. Úr friðarsporum spretta blóm umburðarlyndis og kærleika gagnvart okkur sjálfum, náttúrunni og okkar samferðafólki. Slík manneskja sér hið smáa í því stóra og hið stóra í því smáa og skilur djúplega að allt í heiminum er samtengt, samofið í eina lifandi heild." -Zenki
Með honum leika kontrabassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og slagverksleikarinn Scott Mc.Lemore.
Ástvaldur hefur gefið út tvo geisladiska: Hymnasýn og Hljóð og hlaut tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir lagið Heima.