Óperudagar: Norrænir ævintýrakórar með YNOC og Jóhanni Kristinssyni

Harpa

27. október

Miðaverð frá

3.900 kr.

Norræn óperutónlist hljómar sjaldan á tónleikum og því er hér um að ræða einstakt tækifæri til að heyra kórperlur úr norrænum óperum á borð við Maskerade (Nielsen), Snöfrid (Stenhammar), Singoalla (de Frumerie), Ragnheiði (Gunnar Þórðarson) og Þrymskviðu (Jón Ásgeirsson). Þá verður einnig flutt áhugavert kórverk eftir Kaiju Saariaho. Einsöngvari tónleikanna er Jóhann Kristinsson, hinn sænski Andreas Hansson stjórnar kórnum og Olivera Marinkovic leikur á píanó.

Young Nordic Opera Choir er skipaður ungum atvinnusöngvurum og langt komnum söngnemendum á aldrinum 18-35 ára frá öllum Norðurlöndunum. Kórinn þreytti frumraun sína á Óperuhátíðinni í Herning í Danmörku haustið 2023 en norræna samstarfsverkefnið varð að veruleika með tæplega 80 milljóna króna styrk frá A.P. Møller sjóðinum.

Í haust hefur kórinn komið fram á Nordic Song Festival í Trollhättan í Svíþjóð, Óperuhátíðinni í Herning og menningarhátíð í Mors í Danmörku.

Þátttakendur
Kór ungra norrænna óperusöngvara
Jóhann Kristinsson, söngvari
Andreas Hansson, stjórnandi
Olivera Marinkovic, píanó

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger