Kjalar - Kveðjutónleikar í forsalnum

Salurinn

26. september

Undanfarin misseri hefur tónlistarmaðurinn Kjalar stigið fram í sviðsljósið og spilað sig inn í hjörtu margra landsmanna. Með þátttöku sinni í Idol og Söngvakeppninni veturinn 2023 stimplaði hann sig inn sem frábæran nýliða í íslensku tónlistarsenunni. Síðan þá hefur hann komið fram víða og fengið að njóta sín sem söngvari, píanóleikari og lagahöfundur. Nú í haust flytur Kjalar til Berlínar til þess að hefja nám í jazz-söng við Jazz Institut Berlin. Í tilefni þess ætlar hann að blása til kveðjutónleika í forsal Salarins. Kjalar mun fá með sér á svið heimsklassafólk sem hann hefur unnið mikið með og/eða sem hafa haft áhrif á hans feril.

Þetta er síðasta tækifærið í langan tíma til þess að sjá Kjalar á tónleikum, þú vilt sko ekki missa af því!

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger