Kvennakvöld Víkings 2024

Veislusalur Safamýri

2. nóvember

Hið árlega kvennakvöld Víkings verður haldið laugardaginn 2. nóvember í veislusal Víkings í Safamýri. Víkingskonur ættu ekki að láta sig vanta á þennan glæsilega viðburð og nýta tækifærið til að gleðjast,
skála og fagna í góðum hópi.

Miðafjöldi er takmarkaður og því er mikilvægt að tryggja sér miða í tæka tíð. Hægt er að kaupa staka miða á kvöldið en einnig er hægt að bóka heil borð (10 sæti) með því að senda póst á kvennaknattspyrna@vikingur.is þar sem kvittun fyrir miðum fylgir með.

Húsið opnar kl. 18.30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 19.30. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir ætlar að leiða okkur inn í gleði kvöldsins og stýra veisluhöldunum. Eins og lög gera ráð fyrir þá verður hið árlega happdrætti á sínum stað með veglegum vinningum. DJ Kobbi CoCo ætla svo
að sjá til þess að við dönsum inn í nóttina.

Enginn verður svangur því boðið verður upp á glæsilegt hlaðborð að hætti Múlakaffis. Ef þú hefur séróskir varðandi matinn biðjum við þig um að hafa samband á kvennaknattspyrna@vikingur.is

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger