Júníus Meyvant í Bæjarbíó

Bæjarbíó

24. október

Miðaverð frá

7.990 kr.

Vestmanneyingurinn Unnar Gísli Sigurmundsson byrjaði að glamra á útjaskaðan gítar á tvítugs árunum og fann sig fljótt í tónlistinni. 

Hann byrjaði að búa til músík undir nafninu Júníus Meyvant og gaf út sitt fyrsta lag Color Decay árið 2014 sem strax náði heimsathygli og var til að mynda valið lag dagsins á Seattle útvarpsstöðinni KEXP. 

Síðan þá hefur hann haldið áfram að grípa hug og hjörtu um allan heim með lögum á borð við Signals, Gold Laces og Ain’t Gonna Let You Drown. Ferillinn spannar nú þrjár breiðskífur og tvær stuttskífur. Þjóðlagatónlist Júníusar Meyvant er hjartnæm, hlý og kunnugleg og er hinn óheflaði Unnar skammt undan.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger