Living Closer - Ráðstefna um samfélagsmiðað húsnæði

Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun

11. október

Living Closer er tveggja daga ráðstefna í Reykjavík, haldin dagana 10.-11. október 2024. Hún er skipulögð af Kjarnasamfélagi Reykjavíkur, hópi áhugamanna um “co-housing”, en markmið ráðstefnunnar er að efla opinbera umræðu um stofnun samfélagsmiðaðs húsnæðis á Íslandi. Skipuleggjendur eru sannfærðir um að núverandi aðferð við að byggja húsnæði, og það hvernig húsnæði er byggt, þarfnist gagngerrar endurskoðunar. Því hafa sérfræðingar frá löndum þar sem kjarnasamfélög eiga sér ríka sögu, verið fengnir til að deila sinni sérþekkingu um málefnið.

Á föstudaginn 11. október verða fyrirlestrar og vinnustofur þar sem boðsgestir á sviði stefnumótunar og húsnæðisuppbyggingar fá aðgang að ítarlegum upplýsingum og geta skipst á þekkingu.

Fleiri upplýsingar og dagsskrá má finna á facebook viðburðinum:

https://fb.me/e/946ZDmoKW

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger