HÁDEGISTÓNLEIKAR / Matinée – HYMNASÝN

Hallgrímskirkja

2. nóvember

Miðaverð frá

2.900 kr.

HÁDEGISTÓNLEIKAR / Matinée
HYMNASÝN
Laugardagur 2. nóvember kl. 12
Ástvaldur Traustason píanó, orgel og harmóníka
Þorgrímur Jónsson Kontrabassi
Scott McLemore Slagverk
Aðgangseyrir 2.900 kr.

HYMNASÝN
Á efnisskrá Hymnasýn eru sálmar úr íslensku sálmabókinni. Við munum freista þess að skapa einstaka og persónulega sýn á þennan mikilvæga tónlistararf okkar Íslendinga, fanga fegurð þeirra og dýpt sem felst ekki hvað síst í einfaldleika þeirra og einlægni.
Í gegn um aldirnar hafa sálmar endurspegla lífshlaup Íslendinga í gleði og sorg og eru sungnir og spilaðir við sérhver tímamót, allt frá vöggu til grafar. Sálmarnir eru í senn lofgjörð og fögnuður yfir fegurð lífsins og miskunnsemi Guðs, huggun í harmi og dauða, hvatning í dagsins önn, ákall til skaparans og notaleg samverustund í Hallgrímskirkju.

Ástvaldur Zenki hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi í meira en 40 ár. Hann hefur starfað með mörgum af fremstu tónlistarmönnum á Íslandi og tekið þátt í ótal verkefnum og tónleikum bæði hér heima og á erlendri grundu. Ástvaldur Zenki hefur látið að sér kveða á ólíkum sviðum tónlistarinnar, þar með talið: djass, popp, tangó, klezmer og kirkjutónlist.
Ástvaldur Zenki hefur haft mikinn áhuga á sálmum og hafa þeir verið honum innblástur í sinn tónlist. Á geisladisknum Hymnasýn er leitað fanga í hinum mikla og fallega tónlistararfi sem er að finna í íslensku sálmabókinni.
Ástvaldur Zenki er einnig ábóti og kennari Zen búddista á Íslandi og hefur stundað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zen Meistarans Jakusho Kwong -roshi síðan 1997. Ástvaldur Zenki hefur auk þess fengið þjálfun í Japan árið 2016 og 2019 og í kjölfarið hlaut hann vígslu í tveimur höfuðklaustrum Sótó Zen búddismans í Japan: Sojiji og Eiheiji.
Ástvaldur Zenki er skráður og viðurkenndur prestur og kennari í hinni japönsku Sótó Zen hefð. Hans djúpa köllun á sviði andlegrar vakningar hefur haft mikil áhrif á tónlistarsköpun hans og gefur honum einstaka sýn og næmni í sinni tónlistarsköpun.

Ástvaldur starfar einnig sem organisti og kórstjóri á Bessastöðum og hefur verið leiðandi í mótun tónlistarstefnu Bessastaðasóknar um árabil.
Ástvaldur Zenki hefur gefið út 2 geisladiska: Hymnasýn og Hljóð sem hafa vakið athygli og hlotið lof gagnrýnanda. Lagið Heima af geisladisknum Hljóð, var tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem besta tónverkið á sviði jazztónlistar.
Ástvaldur Zenki leikur jöfnum höndum á: píanó, harmóniku og kirkju orgel og á sinn einstaka hátt býður hann áheyrendum í ævintýralegt ferðalag um lendur tónlistarinnar þar sem allt getur gerst.

Þorgrímur Jónsson útskrifaðist sem bassaleikari frá FÍH '01, tók 1 ár í klassískum kontrabassaleik í TSDK, útskrifaðist með BM gráðu frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Haag, Hollandi '06.
Frá ´06 því hef ég starfað við tónlistarkennslu m.a. við Tónlistarskóla Garðabæjar, TSDK, FÍH, MÍT og við tónlistardeild LHÍ.
Þorgrímur hefur verið starfandi tónlistarmaður í um 25 ár á ýmsum sviðum rytmískrar tónlistar, verið mjög virkur á þessum tíma og tekið þátt í fjölbreytilegum verkefnum. Starfað með flestu af fremsta tónlistarfólki landsins, leikið inn á ríflega 30 hljómdiska og hafa margir hverjir verið tilnefndir til ÍTV og allnokkrir hlotið verðlaunin. Ber þó hæst að mín fyrri sólóplata, Constant Movement, hlaut tvenn verðlaun á ÍTV ’16 í flokki Jazz og blús sem plata ársins og ég sem tónhöfundur ársins. Ág. ‘21 kom svo út mín önnur sólóplata, Hagi, sem fékk mikið lof heima og erlendis fyrir framúrskarandi tónsmíðar, hljóðfæraleik og ferskan blæ. Var hún tilnefnd til 4 verðlauna á ÍTV.
Síðustu 15 ár eða svo hef ég starfað mikið með Tríó Sunnu Gunnlaugs. Auk þess verið virkur meðlimur í, hvort heldur með tónsmíðum eða útsetningum má nefna Tríóið Jónsson & More og Balkansveitin Skuggamyndir frá Býsans.
Ég hef komið víða fram á erlendri grundu þar sem leikin hefur verið tónlist eftir mig. T.a.m. farið tónleikaferðir til USA, Kanada og Evrópu. Leikið á jazzhátíðum í Tékklandi, Noregi, Danmörku, London, Serbíu, Moskvu, Finnlandi, Færeyjum, N-Makedóníu, Grikklandi og komið fram í Kennedy Center í Washington.

Scott McLemore, trommuleikari u´tskrifaðist með B.M. I´ jazzfræðum fra´ William Paterson College a´rið 1987. Hann var virkur a´ jazzsenunni i´ New York næstu a´r og hefur leikið u´t um vi´ðan heim. Hann fluttist bu´ferlum til I´slands 2005 og hefur komið vi´ða við i´ i´slensku to´nlistarli´fi. Hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt 2021.

Hann gaf u´t diskinn “Remote Location” með eigin to´nsmi´ðum 2012 og hlaut tilnefningar til i´slensku to´nlistarverðlaunanna i´ þremur flokkum.
I´ apri´l 2013 fe´kk hann með stuðningi Goethe Institute til landsins þy´ska saxo´fo´nleikarann Angelica Niescier. Þeir hafa gefið út tvær plötur sem tríó með Hilmari Jenssyni gítarleikara "Broken Cycle" árið 2015 og "Broken Cycle 2" árið 2021 og komið fram á Íslandi, Þýskalandi og Belgíu.
Scott er einn af þremur sem skipa ASA Trio en þeir hafa gefið u´t þrjá diska; “Plays Monk” 2012, “Craning” 2014 og “Another Time” 2022 ásamt Jóel Pálssyni. “Another Time” var valin plata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum og Scott var tilnefndur fyrir lag ársins. Asa Trio fo´r i´ to´nleikaferð um Evro´pu 2014.

Scott er virkur meðlimur i´ Tri´o´ Sunnu Gunnlaugs (Long Pair Bond 2011, Distilled 2013, Cielito Lindo 2015 og Ancestry 2018). Tri´o´ið var einn af fulltru´um I´slands a´ Nordic Cool ha´ti´ðinni i´ Kennedy Center i´ mars 2013 og To´nlistarho´pur Reykjavi´kur sama a´r. Sunna Gunnlaugs Trio var valinn flytjandi a´rsins a´ i´slensku to´nlistarverðlaununum 2015 en tri´o´ið er einstaklega iðið við að leika a´ erlendri grundu.
Scott hljóðritaði diskinn “The Multiverse” 2018 og hlaut tilnefningu til Íslensku To´nlistarverðlaunanna fyrir plo¨tu a´rsins, to´nsmi´ð a´rsins og to´nska´ld a´rsins. Útgáfutónleikar voruu á Jazzhátíð Reykjavíkur og fór kvartettinn með Hilmar Jensson og David Doruzka a´ gi´tara, og Nico Moreaux á bassa í tónleikaferð um Evrópu 2019 og aftur 2021. “The Multiverse: Knowing” kom út 2022.
 
Scott kennir a´ trommur við To´nlistarsko´la Mosfellsbæjar.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger