© 2024 Tix Miðasala
Hallgrímskirkja
•
5. október
Jo´n Bjarnason do´morganisti i´ Ska´lholti fæddist i´ Skagafirði 1979 þar sem hann ho´f pi´ano´na´m 7 a´ra gamall. Hann lauk 8. Stigs pro´fi i´ pi´ano´leik fra´ To´nlistarsko´la Skagafjarðasy´slu a´rið 1998. Jo´n u´tskrifaðist u´r To´nlistarsko´lanum i´ Reykjavi´k með pi´ano´kennarapro´f a´rið 2003. Jón tók þátt í fyrstu píanókeppninni sem haldin var á Íslandi á vegum EPTA árið 2000 og hlaut þar þriðju verðlaun. Hann u´tskrifaðist með Kantorspro´f og einleiksa´fanga fra´ To´nsko´la Þjo´ðkirkjunnar a´rið 2006. Veturinn 2011-2012 lauk hann diplo´mu i´ orgelleik fra´ Konunglega to´nlistarha´sko´lanum i´ Kaupmannaho¨fn. Jo´n hefur starfað sem pi´ano´leikari með Karlako´r Selfoss fra´ a´rinu 2011. Hann hefur komið vi´ða fram sem pi´ano´leikari með ko´rum og einso¨ngvurum. Hann he´lt einleikspi´ano´to´nleika i´ Aratungu vorið 2016 sem fengu fra´bærar viðto¨kur. Jo´n hefur reglulega komið fram sem einleikari a´ orgelto´nleikum i´ Ska´lholtsdo´mkirkju, Selfosskirkju, Alþjo´ðlegu orgelsumri og Kirkjulistaha´ti´ð i´ Hallgri´mskirkju, Stykkisho´lmi og vi´ðar. Einnig stjo´rnar Jo´n So¨ngko´r Miðdalskirkju og er fastra´ðinn organisti við 10 kirkjur i´ Ska´lholtsprestakalli. Jo´n var ra´ðinn sem kantor i´ Ska´lholtsdo´mkirkju a´rið 2009. Hann hefur verið a´berandi í to´nlistarli´fi a´ suðurlandi og hlotið styrki til to´nleikahalds m.a. fra´ Samto¨kum sunnlenskra sveitafe´laga SASS. Jón hlaut menningarverðlaun suðurlands árið 2021 fyrir að hafa haft frumkvæði og staðið fyrir ýmsum menningartengdum viðburðum í Skálholti og uppsveitum Árnessýslu.
Jóhann Ingvi Stefánsson trompetleikari er fæddur og uppalinn á Selfossi og hóf tónlistarnám þar. Hann útskrifaðist úr blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1992.
Jóhann hefur haldið tónleika í samstarfi við ýmsa tónlistarmenn og leikið með margvíslegum hljómsveitum og kammerhópum. Má nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, Stórsveit Reykjavíkur, Caput hópinn o.fl. Hann hefur einnig leikið í uppfærslum í Þjóðleikhúsinu, Íslensku óperunni og hjá Menningarfélagi Akureyrar.
Jóhann hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.
Hann er meðlimur í ýmsum hljómsveitum t.d. rokkhljómsveitinni Skjálftavaktinni og danshljómsveitinni Blek og Byttur.
Jóhann er aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga.
Jón og Jóhann Stefánsson hafa komið reglulega fram síðan Jón hóf sörf í Skálholtsdómkirkju árið 2009. Orgel og trompet passa fullkomlega vel saman og hafa þeir félagar haldið fjölmarga tónleika síðast liðin ár þar sem þeir hafa meðal annars leikið ,,Myndir á sýningu” eftir Mussorgsky í útsetningu fyrir trompet og orgel. Einnig léku þeir hið magnaða verk ,,Okna” eða ,,Gluggar” sem er samið fyrir orgel og trompet af tékkneska tónskáldinu Petr Eben. Þeir hafa komið fram á hverju ári á Skálholtshátíð og kemur þá gjarnan til liðs við þá trompetleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðarson. Þeir þrír hafa kallað sig Skálholtstríóið og komið fram á tónleikum í Skálholti, Hóladómkirkju, Hallgrímskirkju, Akranesi og Akureyrarkirkju.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!