© 2025 Tix Miðasala
Leikhúsið á Möðruvöllum í Hörgárdal
•
27. október
Töfrabækurnar eru brúðuleikhússería fyrir yngstu börnin þar sem unnið er með þjóðsögur. Þegar bókin opnast breytist hún í leikmynd fyrir söguna og þær persónur sem koma fram verða tvívíðar brúður sem stjórnað verður ofan frá. Tveir leikarar stjórna brúðum og sjá um allan leik og lifandi tónlistarflutning. Þess má geta að sýningarnar eru ávallt afslappaðar þar sem kveikt er í salnum, ekki er notast við hljóðkerfi fyrir tal né tónlist og áhorfendum er velkomið að fara afsíðis af þau þurfa að hvíla sig. Þetta er því einstaklega aðgengilegt sem fyrsta leikhúsupplifun barna.