Jóladraumar - Íslenski dansflokkurinn

Borgarleikhúsið

6 sýningar

Miðaverð frá

3.900 kr.

Jóladraumar

Verk fyrir börn eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur 

Jólin nálgast og snjókorn falla. Dimmir dagar faðma okkur og kertaljós vísa leiðina að jólaskapinu. Ung stúlka verður forvitin um hinn dularfulla jólaanda eltir ljósin í leit að sannri merkingu hans. Hún hefur heyrt um mátt jólaandans, hvernig hann fyllir hvert rými og jólastund. Hún veit upp á hár að andann þarf hún að finna, sjálfan sig að kynna og jólaósk sína uppfyllta fá.

Á vegferð sinni hittir hún töfrandi fyrirbæri og frekar fúlan jólakött, hræddan héra og illa lyktandi skötu. Nýju vinirnir og uppáhalds tréð hennar í skóginum hjálpa henni að átta sig á því að jólaandinn býr innra með henni og vinátta, þakklæti og hjálpsemi eru hluti af honum. Við upphaf ferðalagsins veit hún ekki nákvæmlega hvers hún leitar eða í hvers konar formi það gæti verið. En á leið sinni áttar hún sig á því hversu sérstakt það er að hjálpa vini og hvernig góðvild getur fengið hvern sem er til að brosa.

Sagan sýnir krökkum að jólin snúast ekki um efnislegar gjafir og fyrirframgefnar hugmyndir um hvernig jólin eiga að líta út heldur sé þess virði að líta inn á við og finna fyrir hlýjunni í hjartanu á fallegum stundum. Leyndarmál sem er þess virði að deila með forvitnum börnum, sérstaklega á jólunum.

Að sýningum loknum verða kenndar danshreyfingar fyrir þá sem vilja.

Dansarar: Sara Lind Guðnadóttir, Shota Inoue, Emilía Benedikta Gísladóttir, Harpa Arnardóttir

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger