Upprásin - BLOSSI, ANDERVEL og Andlit

Harpa

15. október

Miðaverð frá

2.000 kr.

Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir nýrri tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Tónleikaröðin kallast Upprásin og fer fram í Kaldalóni eitt þriðjudagskvöld í mánuði veturinn 2024-2025. Hún fer nú fram annað árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.

Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.

**Á þessum tónleikum koma fram BLOSSI, ANDERVEL og Andlit
**Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.

  • BLOSSI

Íslenska poppstjarnan BLOSSI hefur heillað hlustendur með notkun sinni á ljóðrænum textum á íslensku og hrífandi laglínum. Tónlistin fjallar um ástina, missi og mannlegt eðli og býr Blossi til eftirminnilega upplifun hjá hlustendum sínum. Blossa tekst ásamt dönsurum sínum að búa til sjónræna upplifun og rafmagnað andrúmsloft með tónlistarflutningi.

  • ANDERVEL

Andervel er listamannanafn lagahöfundarins og tónskáldsins José Luis Anderson. Hann er fæddur í miðri Mexíkó en með aðsetur á Íslandi og hefur gefið út 2 EP-plötur: Noche (2020) og Montenegro (2024).

Andervel er virkur í grasrót Reykjavíkur og einlæg rödd í íslensku tónlistarlífi. Tónlistin er undir áhrifum af mexikóskri lagahefði, þjóðlagatónlist og íslensku tónlistarlífi. Auk Andervels er José einnig meðlimur í listamannakórnum Kliður auk þess sem hann er menningarverkefnastjóri.

  • Andlit

Úti hvílir andlit á glugga. Er það broskarl? Eða einhver skotta úr dal óhugnaðarins? Hröð framför tækninnar gerir erfiðara að greina hvort það sé í raun og veru manneskja á hinum enda línunnar. Í tilviki Andlits, eru þær tvær!

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger