Lærum að flétta körfu, tveggja daga námskeið

Hönnunarsafn íslands

2 viðburðir

Sala hefst

7. janúar 2025, 05:11

()

Lærum að flétta körfu

Á þessu tveggja daga námskeiði lærir þú að gera fléttukörfu úr melgresi og öðrum stráum. Aðferðin er stundum kennd við Burkina Fasó en körfur með svipuðum vefnaði hafa einnig fundist á Spáni og Skotlandi. Við byrjum á því að æfa tæknina sem þarf til að gera fjölbreytt úrval af körfum. Þátttakendur fá einnig fræðslu um nýtingu á íslenskum efnivið til sköpunar, hvernig og hvenær er best að safna efni og þurrka það. Í lokin gerir hver og einn körfu þar sem sköpunargleðin fær að blómstra.

Kennari: Guðrún Pétursdóttir/ Efniviður innifalinn/ Lengd námskeiðs: 2 x 3 klst = 6 klst. / Tími: 24. og 25. ágúst kl 13 – 16. 

Kennari: Guðrún Pétursdóttir/ Efniviður innifalinn/ Lengd námskeiðs: 2 x 3 klst = 6 klst. / Tími: 7 og 8. september kl 13 – 16.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger