Orgelsumar / Organ Summer - Maxine Thévenot, orgel / organ Cathedral of St. John Albuquerque USA

Hallgrímskirkja

28. júlí

Sala hefst

20. desember 2024, 03:37

()

Maxine Thévenot organisti frá Albuquerque í Bandaríkjunum flytur verk eftir Moore,Cabena, Laurin, Hampton, Ager, Landry, Kerll, Bourgeois og Mulet.

Kanadísk-bandaríska tónlistarkonan Maxine Thévenot er þekkt fyrir mikla tónlistarhæfileika, músíkalska túlkun, frumlegt val á efnisskrám og ástríðu fyrir kórstjórn. Hún sameinar krefjandi starf dómorganista, gestastjórnanda og konsert-organista víða um heim.Maxine er organisti og listrænn stjórnandi Friends of Cathedral Music tónleika-raðarinnar í St. John dómkirkjunni í Albuquerque í Nýju Mexíkó. Undir stjórn hennar syngja dómkórinn og kórsöngvarar við helgihald og tónleika og hafa hljóðritað fyrir fyrirtækið RavenCD. Tónleikaferðir bæði innan Bandaríkjanna og erlendis, m.a. í Washington National Cathedral, St. John the Divine og St.Thomas Fifth Avenue í NYC, Westminster Abbey í London, York Minster og dómkirkjunum í Canterbury, Rochester, Winchester, Wells og St. Paul’s London.Auk starfa sinna við St. John dómkirkjuna starfar dr. Thévenot sem orgelkennari við háskólann í Nýju Mexíkó. Áður kenndi hún tónfræði og stjórnaði kvennakór háskólans - Las Cantantes. Hún er stofnandi og listrænn stjórnandi Polyphony: Voices of New Mexico, fyrsta atvinnukór fylkisins.Hún er eftirsótt sem gestastjórnandi og hefur tekið þátt í að skipuleggja fjölda viðburða. Má þar nefna: helgihald við landsþing AGO (félag organista í Bandaríkjunum) í Seattle 2022, þar sem hún stjórnaði 45 radda kór, blásarakvintett auk tveggja gestaorganista. Hún var fyrsta konan að leiða Indianapolis Three Choir Festival í apríl 2024 og var stjórnandi hátíðarkórs árlegrar ráðstefnu, félags anglíkanskra tónlistarmanna sem var haldin í St. Mark biskupakirkjunni íMinneapolis, MN.

Á næsta ári verður hún listrænn stjórnandi Saint Thomas Girl Chorister námskeiðsins í New York. Árið 2026 stýrir hún námskeiðum í kirkjutónlist í Nashotah House.

Sem orgelleikari hefur hún komið fram í tónleikasölum og kirkjum víðsvegar um Bandaríkin, Kanada, í Bretlandi og Evrópu og leikur í fyrsta sinn á Íslandi á Orgelsumri í Hallgrímskirkju. Sem tónskáld einbeitir hún sér aðallega að kirkjutónlist og hafa verk hennar verið flutt í Bretlandi og víða í Norður-Ameríku.

Maxine Thévenot er fædd í Saskatchewan, Kanada. Hún hlaut BA-gráðu í tónlist frá háskólanum í Saskatchewan og Master of Music og Doctor of Musical Arts gráður frá Manhattan School of Music og þar hlaut hún tvisvar Bronson Ragan verðlaunin fyrir „framúrskarandi hæfileika í orgelleik“.Maxine er félagi í Royal Canadian College of Organists og Royal Conservatory of Music í Toronto og var gerð að heiðursfélaga við National College of Music, London, Bretlandi árið 2006 fyrir framlag sitt til tónlistar.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger