Ottensamer stjórnar blásarasveitinni - Föstudagsröð

Sinfóní­uhljóm­sveit Íslands

1. nóvember

Miðaverð frá

4.500 kr.

Andreas Ottensamer
hljómsveitarstjóri 

Blásarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands 

Richard Strauss
Serenaða fyrir blásara, op. 7 

Ígor Stravinskíj
Oktett fyrir blásara 

Richard Strauss
Sonatina nr. 1

Á þessum föstudagstónleikum láta blásarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands ljós sitt skína í þremur ólíkum og hrífandi verkum fyrir blásarasveit. Tvö þeirra eru eftir Richard Strauss, en faðir hans, Franz Strauss, var með færustu hornleikurum sinnar tíðar. Áhuginn á fallegri blásaratónlist var hinum unga Richard Strauss þannig í blóð borinn og margir telja að yndisfagrar laglínurnar í Serenöðunni op. 7 séu innblásnar af sérlega listfengum hornleik föður hans, en verkið samdi Strauss aðeins 17 ára. Sonatina nr. 1 var á hinn bóginn samin meira en sex áratugum síðar, þegar Richard Strauss var á áttræðisaldri og að jafna sig á alvarlegum veikindum. Það var með vísan til þeirra aðstæðna sem hann gaf verkinu hinn gamansama undirtitil „Af verkstæði vesalingsins“. Verkið er uppfullt af þokkafullri gamansemi, angurværð og andagift - verk listamanns sem þrátt fyrir heilsuleysið var auðheyrilega enn í toppformi sem tónskáld. Oktett Ígors Stravinskíjs fyrir blásara markar upphaf þess sem kallað hefur verið nýklassíska tímabil tónskáldsins, en margir urðu furðu lostnir þegar þessi tónlistarlegi byltingarmaður og höfundur Vorblóts tók óvænta beygju á ferli sínum og fór að finna frumlegum hugmyndum sínum farveg í fáguðum formum klassíska tímans. Það er ekki síst heillandi togstreita hins gamla og nýja sem ljær þessu stórskemmtilega verki töfra sína.

Stjórnandi á tónleikunum er Andreas Ottensamer, leiðandi klarinettuleikari Fílharmóníusveitar Berlínar til margra ára, sem á síðustu árum hefur einnig getið sér gott orð sem hljómsveitarstjóri.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger