© 2025 Tix Miðasala
Berjaya Loftleiðir
•
26. september
Markaðsráðstefnan RIMC - Reykjavik Internet Marketing Conference verður haldin þann 26. september nk. en hún fagnar 20 ára afmæli á þessu ári. Sem fyrr er markmið ráðstefnunnar að auka þekkingu og kynna okkur allt það nýjasta úr heimi stafrænnar markaðssetningar, en þetta árið verður m.a. lögð áhersla á hvernig tilkoma gervigreindar hefur gjörbreytt leiknum.
Aðalfyrirlesararnir sjö eru framúrskarandi en þau koma frá heimsþekktum stórfyrirtækjum á borð við Google, IKEA, Getty Images og TBWA, auk stafrænna markaðsráðgjafa sem meðal annars hafa unnið fyrir tískugeirann og með risum á borð við Vodafone og eBay. Þau munu sýna okkur raundæmi um það hvernig tæknin hefur björbylt starfi þeirra og starfsumhverfi og hversu mikilvæg nýsköpun á sér stað í tengslum við þær breytingar. Að loknum fyrirlestrum verða svo líflegar pallborðsumræður þar sem fleiri sérfræðingar blandast í hópinn.
Við fræðumst um þróun í gervigreind, snjalltækjum, samfélagsmiðlum, leitarvélum og öllu því sem snýr að stafrænni markaðssetningu. Viðburður sem markaðsfólk má ekki missa af!
Verð: 49.900