© 2024 Tix Miðasala
Ásmundarsalur
•
14. - 15. júní
Sala hefst
27. desember 2024, 05:08
()
Óperan Skjóta fjallar um fótbolta og loftslagsbreytingar og hvernig hálfleikur í fótbolta getur verið myndlíking fyrir afmarkaðan tíma, til ákvarðanatöku, í loftslagsmálum. Geta einstaklingar raunverulega haft áhrif á tímum loftslagshörmunga? Skjóta spyr hvort fótboltamenning geti veitt innblástur fyrir samstöðu fjöldans í loftslagsmálum og hvort hægt sé að snúa stöðunni við, án þess að finna fyrir hræðslu um að gera mistök (og þ.a.l. mistakast að skapa mannkyninu framtíð). Skjóta notar frásagnaraðferð óperunnar til að fjalla um skemmtanagildi fótboltamenningar; félagslegt gildi, tilfinningahrif og vinsældir, með því að bera fótboltaleik saman við lífsskeið manneskjunnar. Sögð er saga leikmanns sem ákveður að helga líf sitt loftslagsbaráttu.
Sigrún Gyða Sveinsdóttir myndlistarmaður fer fyrir gjörninga og sviðslistahópnum TTS eða Tvöföldum túrbó í sælunni en hópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum á sviði leikhúss, myndlistar, tónlistar, hönnunar og loftslagsfræða svo eitthvað sé nefnt. Í verkum sínum dregur Sigrún upp myndir af samtímanum og færir í myndræn form í gegnum sterkar samfélagslegar andstæður. Verk hennar eru oftar en ekki í formi frásagna eða skáldskapar sem fjalla um kerfisbundið eftirlit, valdaskiptingu og virði manneskjunnar. Þannig vísa þau í pólitísk viðfangsefni í samfélaginu í gegnum dægurmenningu og íþróttir. Verk Sigrúnar liggja á mörkum myndlistar, klassískra tónsmíða og spuna þar sem hún nýtir röddina sem sinn helsta miðil. Undanfarin ár hefur Sigrún staðið fyrir og tekið þátt í fjölda gjörninga- og óperuverkefna eftir sig og aðra, mest í Hollandi en líka m.a. í Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi.
FLYTJENDUR / WITH
Sópran / SopranoVera Hjördís Matsdóttir
Messósópran / Mezzo sopranoKristín Sveinsdóttir
Sópran, fiðla / Soprano, violinSigrún Gyða Sveinsdóttir
Raftónlist / Electronic musicBaldur Hjörleifsson
Fiðla / ViolinHelga R. Óskarsdóttir
Víóla / ViolaAnna Elísabet Sigurðardóttir
Selló / CelloJúlía Mogensen
Kontrabassi / Double bass Snorri Skúlason
LISTRÆNIR STJÓRNENDUR / KEY CREATIVES
**Hugmynd og texti / Concept and libretto**Sigrún Gyða Sveinsdóttir
Leikstjórn / DirectionSnæfríður Sól Gunnarsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir
Tónlist / MusicSigrún Gyða Sveinsdóttir og Baldur Hjörleifsson
Búningar / CostumesMirjam v. Mengershausen
Innsetning / InstallationSigrún Gyða Sveinsdóttir
AÐRIR AÐSTANDENDUR / CREDITS
Kynningarmyndir og vídeó / Promotional photographs and videosAlda Valentína Rós
**Aðstoðarmaður leikstjóra / Director’s Assistant**Katrín Lóa Hafsteinsdóttir
**Leikmyndasmíði / Set buildup**Alexander Hugo Gunnarsson
**Þýðing á texta / Libretto translation**Hrund Ólafsdóttir og Árni Hjartarson
**Textíl framleiðandi / Textile manufacturer**Knitwear lab
Vélprjónsforritari / Knitwear programmerGuðjón Andri Þorvarðarson
**Ráð varðandi fótboltamenningu / Advice on football culture**Hildur Björg Kristjánsdóttir, Omar Martina
**Ráð um loftslagsmál og fótbolta / Advice on climate change and football**Brynjar Freyr Eggertsson
**Ráð um sjálfbærni í leikhúsuppfærslum / Advice on Theater Production Sustainability**Goos van den Berg
**Markaðssetning / Marketing**Heiðdís Birta Jónsdóttir Thompson
Framleiðsla / ProductionTTS, Sigrún Gyða Sveinsdóttir
Meðframleiðsla / Co-ProductionÁsmundarsalur
**Verkefnið er styrkt af / With the support of**Sviðslistasjóður (Iceland Performance Arts Fund), Mondriaan Funds, Creative Industries Funds NL