Una Torfa

Háskólabíó

27. júlí

Afturámóti í samstarfi við Tuborg kynnir með stolti: Una Torfa í Háskólabíó þann 27. júlí

Una Torfadóttir er 23 ára söngkona, hljóðfæraleikari, lagahöfundur og alhliða listakona sem hefur einstakt lag á að tengja saman sannleika, hverdagsleika, ást og tónlist og koma því frá sér með þeim hætti að allir sem hlusta skilja og dragast inn í heim Unu og veltast þar um hlæjandi, hlustandi og grátandi.  

Una kom eins og sprenging inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2022 þegar hún sendi frá sér fimm laga EP-plötuna Flækt og týnd og einmana.

Hver smellurinn á fætur öðrum hefur náð miklum vinsældum af stuttskífunni og hún hefur síðan gefið út lögin Fyrrverandi, Ég er stormur, Bankastræti með Elínu Hall og Casanova með Baggalút og nú síðast lagið Skýjaborgir, vinningslag Idol þar sem Una er einn þriggja höfunda.

Allt frá 2021 þegar Una byrjaði að láta á sér kræla, hefur hvert ár verið viðburðaríkt í lífi tónlistarkonunnar sem hefur spilað um allt land á tónleikum og hátíðum. Ekki hægði hún á sér 2023 en þá rakaði hún inn hverri viðurkenningunni og verðlaunum sem hægt að var að nálgast í tónlist ásamt því að gefa út tónlist, fara í tónleikaferðalag um landið svo lítið eitt mætti nefna.

Nú er árið 2024 runnið upp og Una heldur uppi sama hraðanum, byrjaði á að gefa út lagið Um mig og þig þann 8. mars n.k og fylgdi því svo eftir með sinni fyrstu breiðskífu Sundurlaus samtöl.

Meðfram útgáfum má búast við nýjum spennandi varningi, framkomum og enn frekari útgáfum.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger