© 2024 Tix Miðasala
Hönnunarsafn íslands
•
23. júní
Leikum og lögum - tveggja daga útsaumsnámskeið dagana 23. og 24. maí kl 14:00-17:00 í Hönnunarsafni Íslands með Adriana Torres.
Þátttakendur fá silkiprentað efni með mynd af stól og peysu. Adriana leiðir leik þar sem nemendur klippa í efnið, rekja það upp og gera göt í það. Þegar leiknum er lokið er kominn tími til að laga! Adriana kynnir nemendur á námskeiðinu fyrir ýmsum aðferðum til að laga textíl, aðferðir sem nýtast sérlega vel við að líta á gat á flík sem tækifæri fyrir sköpunargáfuna.
Efni og verkfæri eru innifalin; silkiprentað efni, garn, nálar og leiðarvísir í bókbandi – útsaumshringir eru þó ekki innifaldir.
Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum í útsaumi.
Adriana Torres, listakona og hönnuður frá Argentínu, leiðir námskeiðið. Hún nam arkitektúr og grafíska hönnun við Háskólann í Buenos Aires. Hún hefur sýnt hönnun sína á hátíðum víða á borð við 100% Design í London, Maison & Object í París og Pitti Bimbo á Ítalíu. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir verk sín og kennt útsaum í S-Ameríku, Evrópu og Bandaríkjunum.